
Fritz Hendrik IV
Fritz Hendrik IV (f. 1993) er íslenskur myndlistarmaður sem vinnur með málverk, skúlptúr, innsetningar og vídeó. Í verkum sínum rannsakar hann merkingu í tveimur og þremur víddum og rekur hann áfram forvitni um tilveruna sjálfa – hvernig hún tekur stöðugum breytingum og birtist okkur í nýjum myndum eftir því hvernig við horfum á hana. Mikill áhugi á handverki liggur til grundvallar verkanna, þar sem hefðbundnar aðferðir eru notaðar í sameiningu við nýstárlegar nálganir og tilraunastarfsemi. Fritz Hendrik hefur sýnt verk sín víða, bæði á Íslandi og erlendis, og verk hans má finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Hafnarborgar og Gerðarsafns.
