
Miles Greenberg og Viðar Logi
Miles Greenberg (f. 1997, Montreal) er gjörningalistamaður og skúlptúristi sem vinnur með líkamann í stórum og skynrænum innsetningum, oft með langvinnum gjörningum. Verk hans, sem sækja innblástur í afríska díasfóru (e. diaspora), skapa rítúal-bundna upplifun sem skerpir á skynjun áhorfenda. Greenberg hefur sýnt á alþjóðavettvangi, m.a. í Louvre í París, Neue Nationalgalerie og Feneyjatvíæringnum, og verið gestalistamaður hjá Palais de Tokyo og The Watermill Center. Árið 2023 var hann á lista Forbes 30 Under 30 í flokknum listir og menning.
Viðar Logi (f. 1997 í Dalvík, Íslandi) er sjálflærður íslenskur ljósmyndari og listamaður, búsettur í New York, sem valinn var á Forbes 30 Under 30 Europe árið 2024 í flokki lista og menningar. Hann hefur sýnt verk sín á erlendum vettvangi á borð við Victoria & Albert Museum í London, Centre Pompidou í París, og Kunsthal Rotterdam. Viðar hefur unnið með fjölda listamanna og tískuhönnuða, þar á meðal Björk, Iris van Herpen og Thom Browne. Verk hans hafa verið birt í Vogue, Acne Paper, National Geographic, Dazed and Rolling Stone, Pitchfork, og Purple Magazine.