
Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir útskrifaðist frá LHÍ 2003 með BFA í myndlist og lærði síðar teikningu í Parsons New School for Design. Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í Ritlist frá HÍ. Verkin á sýningunni eru unnin í Fujiyoshida í vinnustofudvöl. Lóa starfar sem mynd- og rithöfundur og tónlistarkona með hljómsveitinni FM Belfast.
