Tara og Silla

Myndlistardúóið Tara og Silla er skipað Töru Njálu Ingvarsdóttur (f. 1996) og Silfrúnu Unu Guðlaugsdóttur (f. 1996) Samstarf þeirra hófst árið 2018 í myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands og hafa þær unnið saman síðan og þær luku BA námi vorið 2020. Þær vinna þvert á miðla og verk þeirra birtast einkum sem vídeóverk, gjörningar og innsetningar sem snerta á fögnun, vináttu og samskiptum. Mottó-ið þeirra er: „Playful not hostile”.
Þær hafa haldið þrjár einkasýningar, í Kling og Bang árið 2024, á Kleifum 2023 og í Myndhöggvaragarði Reykjavíkur 2021 ásamt því að taka þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis.