Baldvin Vernharðsson

Baldvin Vernharðsson (f. 1991) er kvikmyndagerðarmaður og ljósmyndari. Hann hefur leikstýrt fjölda tónlistarmyndbanda og tónleikamynda fyrir tónlistarmenn á borð við Kaleo, Hatara, Sigur Rós og Víking Heiðar. Hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta tónlistarmyndband og heimildarmyndin A Song Called Hate, þar sem Baldvin sinnti kvikmyndatöku í krefjandi aðstæðum í Palestínu, hlaut Edduverðlaun sem besta heimildarmyndin í fullri lengd. Hann sýnir nú ljósmyndir í fyrsta sinn.