
Kristín Helga Ríkharðsdóttir
Kristín Helga Ríkharðsdóttir lauk BA námi frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2016 og MFA námi í myndlist við New York University Steinhardt í janúar 2022. Verk hennar hafa verið sýnd víða, bæði hérlendis og erlendis, þar á meðal í Gerðarsafni, Þulu, Hafnarborg, Nýlistasafninu. Vídeóverk eftir hana hafa unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum og tónlistarmyndband eftir Kristínu var tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2019. Kristín hef tekið þátt í félagsstörfum myndlistarmanna, var í varastjórn Nýlistasafnsins árin 2018-2020, og hefur verið hluti af Kling og Bang hópnum frá 2020.
