Una Björg Magnúsdóttir

Una Björg Magnúsdóttir (f. 1990) er starfandi myndlistarmaður í Reykjavík. Hið ofurkunnuglega birtist oft í verkum hennar, gjarnan sem skúlptúrískar sviðsmyndir sem líkja eftir raunveruleikanum með augljósu gervi. Þannig endurgerir hún fábrotinn hverdagsleikann með óvæntum munum, hljóðum, myndum og ilmum. Una hefur sýnt víðsvegar, til að mynda í KEIV í Aþenu, GES-2 í Moskvu, Nordatlantens bryggju í Danmörku, Listasafni Reykjavíkur og Y galleríi. Hún lauk MA í myndlist við ÉCAL í Sviss árið 2018 og BA í myndlist við Listaháskóla Íslands árið 2014.