Þórsteinn Svanhildarson

Þórsteinn Svanhildarson (f.1988) starfar á daginn í bálstofunni í kirkjugarðinum í Fossvogi. Hann hefur gefið út tvær bækur í samstarfi við Bobby Breiðholt og haldið nokkrar sýningar hér og þar. „Í dag bý ég í miðbænum með konunni minni og barni. Myndirnar sem ég tek í dag ríma svolítið við þann lífstíl. Ég tek aðallega myndir af borgarlandslagi og stöku sinnum portrett af fólki og dýrum.  Það er einhver ró yfir öllum myndunum sem ég hef verið að taka. Í raun í fyrsta skipti því ég hef oft eða alltaf leitað í kaótík til að mynda.“