
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir
Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir (f. 1993) er myndlistarkona og ljósmyndari sem starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í ársbyrjun 2021. Svanhildur nýtir myndavélina sem listmiðil og með ljósmyndinni tekst hún á við persónuleg og samfélagsleg málefni. Með bakgrunn í fjölmiðlun er þörfin til að miðla sjónarhornum, upplifunum og fortíðinni það sem drífur hana áfram í sinni listsköpun.