Sigga Björg Sigurðardóttir

Sigga Björg Sigurðardóttir er fædd í Reykjavík 1977. Í verkum sínum fæst hún fyrst og fremst við teikningu þar sem verkin verða til í hömlulausu og óritskoðuðu vinnuferli.
Sigga Björg útskrifaðist úr Myndlistadeild LHÍ árið 2001. Eftir útskrift fluttist Sigga Björg til Glasgow í Skotlandi þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Síðan þá hefur hún sýnt í söfnum og galleríum víða um heim og verk Siggu Bjargar er að finna í mörgum opinberum söfnum bæði hérlendis og erlendis. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni: www.siggabjorg.net