Selma Hreggviðsdóttir

Selma Hreggviðsdóttir útskrifaðist með Meistaragráðu í myndlist frá Glasgow school of Art árið 2014 og með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2010 auk þess sem hún lauk meistaranámi í listkennslufræðum árið 2021 frá Listaháskóla Íslands. Selma var tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2021 og hefur hún sýnt ötullega hér heima og víða erlendis og má þar nefna í Kling and Bang Reykjavík, Berg Contemporary Reykjavík, Civic Room Glasgó, Nýlistasafnið Reykjavík, Listasafni Akureyrar, Space 52 Aþenu og Klingental Basel. Selma hefur starfað sem stundakennari við Listaháskóla Íslands.