Saga Sigurðardóttir

Saga Sigurðardóttir (1986)
er myndlistarkona, ljósmyndari og leikstjóri. Saga lærði ljósmyndun í London og starfaði þar í 7 ár en er nú búsett í Reykjavík. Hún hefur sýnt bæði á Íslandi og erlendis, svo sem í höfuðstöðvum Leica í Þýskalandi sem ljósmyndari, í Foam gallery í Amsterdam og fyrsta einkasýning á málverkum hennar var í Bismút árið 2019. Hún byrjaði að festa augnablik á filmu aðeins 8 ára gömul þegar hún bjó á Þingvöllum. Þar var hún hugfanginn af náttúrunni og vildi fanga fegurð hennar. Nýverið hefur Saga yfirfært ástríðu sína á ljósmyndun yfir í málverkið.