Saga Sigurðardóttir

Saga Sigurðardóttir (f.1986) lærði ljósmyndun í London og starfaði þar í sjö ár. Nú býr hún í Reykjavík þar sem hún starfar sem ljósmyndari, leikstjóri og myndlistarmaður. Ljósmyndir hennar hafa verið birtar um allan heim, en hún hefur unnið fyrir Apple, Nike, Vogue, Dazed and Confused og hefur unnið með listamönnum á borð við Björk, M.I.A og Patrick Wolf. Saga hefur sýnt í Foam Gallery Amsterdam og var valin ásamt níu öðrum ljósmyndurum til að sýna verk á sýningunni 10×10 í opnum höfuðstöðvum þeirra í Wetzler í Þýskalandi.