Ragnheiður Káradóttir

Ragnheiður Káradóttir (f. 1984) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og lauk meistaranámi í myndlist vorið 2016 frá School of Visual Arts í New York. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis og ber helst að nefna sýninguna feigðarós – dreamfields í Kling & Bang, og einkasýningarnar míní-míní múltíversa í Listasafni Reykjavíkur og Utan svæðis í Harbinger. Ragnheiður er einnig annar helmingur listatvíeykisins Lounge Corp., sem miðar að því að sýna myndlist í óhefðbundnum rýmum.

Ragnheiður er með verk til sölu sem hún vann í samstarfi við Önnu Hrund Másdóttur og Steinunni Önnudóttur. Smelltu hér til að skoða.