Ólöf Bóadóttir

Ólöf Bóadóttir (f.1994) útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún hefur verið virk á sviði myndlistar frá útskrift en leggur nú samhliða stund á heimspekinám við Háskóla Íslands. Verk Ólafar hverfast um skúlptúr í þeirri víðtæku merkingu sem rúmast innan samtímamyndlistar en hún hefur lagt sérstaka áherslu á myndlist í almenningsrými. Ólöf hélt einkasýningu í Harbinger árið 2019 og tók síðast þátt í samsýningu á vegum Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík, Hjólinu árið 2021.