Nína Óskarsdóttir

Nína Óskarsdóttir útskrifaðist með MA gráðu í myndlist árið 2020 frá Listaháskóla Íslands þar sem hún kláraði einnig BA nám sitt 2014. Hún lagði einnig stund á tveggja ára nám í steinþrykki hjá Leicester Print Workshop í Englandi árin 2015-2017 ásamt því að læra í Universität der Kunste í Berlín, Þýskalandi 2013. Nína vinnur aðallega með skúlptúr og innsetningar og notfærir sér þá efni á borð við keramík, textíl, ljós og hverfulan efnivið, s.s. vatn, eld og matvælum. Verk hennar einkennast af efniskennd og hugmyndum um menningarlegan uppruna og stöðu okkar og taka oft á sig trúarlegan blæ.