Loji Höskuldsson

Loji Höskuldsson, (f. 1987) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Í myndlist sinni kannar Loji hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað útfrá mömmu sinni en hún er atvinnusaumakona og útsaumssnillingur. Í útsaumi hans er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum; plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á venjubundnum heimilum.