Logi Leó Gunnarsson

Logi Leó Gunnarsson (f. 1990) útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014. Upphafspunkturinn í verkum hans eru yfirleitt hljóð. Hann vinnur oft með hugmyndina um augnablik í skúlptúrum sínum og innsetningum. Í því felst oft að finna lykkju í hreyfingu, einangra hana, gefa henni óskipta athygli og finna í henni hið óvænta og einfalda. Valdar sýningar sem hann hefur tekið þátt í eru Hljóð & sönnun súpa skál í gallerí Port í Reykjavík, Things interact briefly and disappear í Harpe 45 í Lausanne og Deep Inside: Fimmti alþjóðlegi tvíæringurinn fyrir unga myndlistarmenn.