Kristinn E. Hrafnsson

Kristinn E. Hrafnsson  (f. 1960) stundaði myndlistarnám á Íslandi og lauk framhaldsnámi við Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Kristinn hefur verið virkur á sýningarvettvangi og eru verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum hérlendis, sem og í opinberum stofnunum og á einkasöfnum. Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. Samband listaverksins við umhverfi þess er mikilvægur þáttur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu við arkitekta. 

 

Kristinn E. Hrafnsson (b. 1960) studied art in Iceland and completed his postgraduate studies at the Akademie der Bildenden Künste in Munich, Germany in 1990. Kristinn’s work has been exhibited widely and can be found in all major art museums in Iceland as well as in public institutions and private museums. In Kristinn’s work, you can discern a philosophical thread—speculations about space and time, movement, relativity and language. The relationship between the work of art and its environment is an important aspect of Kristinn’s work, and throughout his career, he’s created many site-specific pieces, either solo or in collaboration with architects.