Kristinn E. Hrafnsson

Kristinn E. Hrafnsson er fæddur árið 1960 á Ólafsfirði. Hann stundaði nám í Myndlistarskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Kristinn hefur gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu með arkitektum og hafa verk Kristins verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu. Listaverk hans má finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum. Kristinn býr og starfar í Reykjavík.