Klemens Nikulásson Hannigan

Klemens Nikulásson Hannigan (f.1994) er myndlistarmaður, tónlistarmaður, og smiður. Klemens lauk húsgagnasmíði við Tækniskólann 2016 og útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2022. Klemens starfar nú á sínu eigin verkstæði við húsgagna- og innréttingasmíði samhliða myndlistinni og tónlistinni.  

Í myndlistarverkum sínum hefur Klemens velt fyrir sér stöðu listamannsins, táknmyndum og upphafningu listaverksins. Þau fjalla um viðmiðin sem við gefum okkur þegar við upplifum og metum list en jafnframt um stöðu listamannsins í hversdeginum. Hugmyndafræði, strúktúr og efniskennd verka hans bera jafnan með sér miklar andstæður.