Kjartan Hreinsson

Nafn mitt er Kjartan Hreinsson (f. 1992). Ég starfa sem hönnuður en lifi fyrir ljósmyndirnar. Ég sinni ljósmyndun fyrst og fremst af ástríðu og áhuga á nærumhverfinu. Hafið heillar og viðfangsefni mín eru ekki síst þau mannvirki og tæki sem sköpuð eru til sjósóknar. Við höfnina er enginn dagur eins og því þreytist ég seint á að fara þangað í leit að einhverju sem fangar auga mitt.