Katrín Agnes Klar

Katrín Agnes (f. 1985) lærði í Karlsruhe University of Arts and Design/ZKM frá 2007 til 2011 og í Academy of Fine Arts Munich til 2013, þar sem hún starfar sem kennari síðan 2016. Hún býr í Reykjavík og hefur meðal annars sýnt í Nýlistasafninu, Gerðarsafni, Haus der Kunst Munich, Kunsthalle Kempten, Freies Museum Berlin, Moscow International Biennale for Young Art, National Centre for Contemporary Arts St. Petersburg, Bookshop Projectspace/Skaftfell Seyðisfirði, Listasafni Reykjavikur, Ve.Sch Vienna, Badischer Kunstverein Karlsruhe.