Karoliina Hellberg

Karoliina Hellberg (f. 1987) býr og starfar í Helsinki. Hún útskrifaðist með meistarapróf í myndlist frá Finnska listaháskólanum árið 2015. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, meðal annars í Elisabeth Xi Bauer Gallery í London, Amos Rex í Helsinki, Ásmundarsal í Reykjavík og Didrichsen listasafninu í Helsinki. Verk hennar er að finna í fjölmörgum einka- og opinberum söfnum, þar á meðal HAM Helsinki listasafninu, Museum of Contemporary Art Kiasma og Saastamoinen Foundation Art Collection. Árið 2018 hlaut Karolina Pro Arte verðlaun Didrichsen listasafnsins. Í myndum Karoliinu má finna fullt af  smáatriðum og spanna þau allt frá stórum og íburðarmiklum málverkum í olíu og akrýl til nákvæmra, vel útfærðra verk á pappír sem eru jafnvel aðeins á stærð við lófa. Með því að mála endurskipuleggur og endurraðar Karoliina tímanum – fléttir inn í hann ný lög og tekur önnur í sundur – og býr til vefnað samsettan úr stemningum og hlutum sem eru bæði hversdagslegir og sérstakir í senn.

 

Karoliina Hellberg (b. 1987) lives and works in Helsinki. She graduated with an MFA from the Finnish Academy of Fine Arts in 2015. She has held many solo exhibitions and participated in group exhibitions, including at Elisabeth Xi Bauer Gallery in London, Amos Rex in Helsinki, Ásmundarsalur in Reykjavik, and Didrichsen Art Museum in Helsinki. Her work is found in numerous private and public collections, including HAM Helsinki Art Museum, Museum of Contemporary Art Kiasma, and the Saastamoinen Foundation Art Collection. In 2018, Karoliina received the Didrichsen Art Museum’s Pro Arte award. Karoliina’s paintings are rich in detail and range from large and sumptuous paintings in oils and acrylic to precisely executed, even palm-sized works on paper. In her paintings, Hellberg restructures and reorganizes time—interweaving new layers and taking apart others, creating weaves of concentrated moods and meaning from things that are of both an everyday and a special nature.