Ívar Valgarðsson

Ívar Valgarðsson (f. 1954) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík og við Listaháskólann Stichting de Vrije Academie í Haag.  Hann hefur haldið ófáar einkasýningar, svo sem í Listasafni Reykjavíkur (2013), Listasafni ASÍ (2009), Gerðasafni (2000) og Kjarvalsstöðum (1991).  Ívar vinnur mikið með ýmiss konar iðnaðarefni og skipar húsamálning þar stóran sess. Hann hrífst af þeim sköpunarkrafti sem á sér stað í mótun og byggingu borgarumhverfis. Þar er það ekki varanleikinn sem hrífur heldur síbreytileiki og hringrás efnis og hugmynda. 

 

Ívar Valgardsson (b. 1954) lives and works in Reykjavík. He studied at the Icelandic School of Arts and Crafts in Reykjavík and the Stichting de Vrije Academie voor Beeldende kunsten in The Hague. He has exhibited at the Reykjavik Art Museum (2013), ASÍ Art Museum (2009), Kópavogur Art Museum (2000) and Kjarvalsstadir (1991). Ívar works mostly with various types of industrial materials, particularly house paint. He is fascinated by the creation that takes place in the shaping and constructing of urban environments. There, it is not the permanence that inspires him, but the constant change and circulation of materials and ideas.