Hildur Elísa Jónsdóttir

Hildur Elísa Jónsdóttir (f. 1993) er myndlistarmaður og tónskáld búsett í Amsterdam og Reykjavík. Hún hefur áhuga á frásagnarhefðum og því að skapa alltumlykjandi upplifanir í rými, sem oft sækja innblástur í hversdagslega hluti og uppákomur. Í verkum sínum notast hún við aðferðir kenndar við institutional critique til þess að brjóta upp og gagnrýna staðlaðar frásagnaraðferðir og sýna viðfangsefni sín í nýju ljósi. Hildur Elísa er með burtfararpróf á klarínettu frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, bakkalársgráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og leggur nú stund á meistaranám við Re:master Opera, tímabundið meistaranám sem Sandberg Institute býður upp á í samstarfi við Hollensku óperuna og Opera Forward Festival.