Helgi Hjaltalín Eyjólfsson

Helgi  Hjaltalín Eyjólfsson (f. 1968) útskrifaðist frá listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988,  Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988-91, Kunstakademie Dusseldorf 1991-1992, AKI í Hollandi 1992-94 og San Francisco Art Institute 1994-95. Helgi hefur verið virkur í sýningarhaldi á Íslandi sem og erlendis síðan á námsárunum. Hann rak sýningarrýmið 20 fermetra um hríð og hefur sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist svo sem stjórnarsetu í Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík og í Nýlistasafninu, verið í sýningarnefndum og starfað við kennslu. Verk hans eru oft haganlega unnir smíðagripir sem virðast hafa notagildi en hafa það þó ekki. Hann hefur einnig fengist við aðra miðla svo sem ljósmyndir, vatnslitamyndir, ljósmyndun og myndbönd. Undir yfirheitinu Kjöraðstæður hefur hann unnið nokkrar innsetningar þar sem grunnhugmyndin er sú að allar aðstæður séu kjöraðstæður, ef ekki fyrir þig þá einhvern annan eða eitthvað annað.

Helgi Hjaltalín Eyjólfsson (b. 1968) graduated from the art department of the Breiðholt Gymnasium FB in 1988, and went on to study at the Icelandic School of Arts and Crafts in1988-1991, the Kunstakademie Dusseldorf 1991-1992, the AKI Academy of Art and Design in the Netherlands 1992-1994 and the San Francisco Art Institute 1994-1995. Helgi has been involved in the art and exhibition scene in Iceland and abroad ever since. He ran the 20 fermetra [20 square metres] exhibition space for a time, and was on the board of the Reykjavík Sculpture Association and the Living Art Museum, as well as numerous exhibition committees. He also worked as a teacher. His works are often carefully crafted artifacts that appear to be useful but are not. He has also worked in other mediums such as photography, watercolour, and video. He has done several installations under the title Ideal Situations, where the basic idea is that every situation is an ideal situation, if not for you then for someone or something else.