Halldór Sturluson

Halldór Sturluson hefur starfað sem myndlistarmaður og við leikmuna- og leikmyndagerð frá útskrift sinni úr NABA árið 2007. Frá árinu 2015 hefur hann starfað við leikmunadeild Þjóðleikhússins, meðhliða því hefur hann fengist við sjálfstæð verkefni sem snúa flest öll að leikmyndagerð og hönnun. Hann hefur starfað með fjölbreyttum hópi listamanna á ólíkum sviðum ásamt því að vinna sjálfstætt að myndlist. Eitt af því sem hefur ítrekað fangað huga hans er leitin að fegurðinni í hlutum sem falla oft í bakgrunninn finna þeim nýjan tilgang, færa þá í forgrunn og gera þá að miðpunkti verka sinna.