Hákon Bragason

Hákon Bragason útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2019 og hefur síðan þá haldið einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum, auk þess að vinna að ýmislegum öðrum verkefnum. Hann vinnur aðalega með gagnvirkar innsetningar, sýndaveruleika og samblöndun handverks, véla og stafrænna þátta. Grunnþættir verka hans byggjast aðalega á stöðu einstaklings gagnvart umhverfi sínu og upplifun og skynjun í tengslum við tækni og samfélag.