Gunnar Sverrisson

Gunnar Sverrisson (f. 1970) hefur starfað sem ljósmyndari frá sextán ára aldri þegar hann fór að taka íþróttamyndir samhliða skóla. Hann hefur unnið sem ljósmyndari upp frá því, fyrstu árin fyrir dagblöð og tímarit, en lengst af í gegnum eigin rekstur. Áherslur hans og áhugasvið liggja í fagurfræðilegri ljósmyndun, arkitektúr, mat, uppstillingum og ekki síst náttúruljósmyndun. Gunnar hefur ásamt eiginkonu sinni gefið út ljósmyndabækur með myndum af íslenskum arkitektúr.