Guðmundur Ingólfsson

Guðmundur Ingólfsson (f.1946) varð stúdent árið 1966. Hann stundaði ljósmyndanám við Folkwangschule für Gestaltung, nú Folkwang Universitet der Künste, hjá prófessor Otto Steinert. Seinna var Guðmundur aðstoðarmaður Steinerts. „Ég hef rekið ljósmyndastofuna Ímynd frá árinu 1971, fyrst í félagi við Sigurgeir Sigurjónsson en einn frá árinu 1979. Ljósmyndastofan Ímynd þjónaði mest stofnunum og fyrirtækjum og ljósmyndaði fyrir auglýsingar og kynningarefni. Nú hef ég hætt daglegum rekstri en hef vissa aðstöðu og þjóna stöku viðskiptavinum, en aðallega ljósmynda ég fyrir sjálfan mig og harða diskinn. Ég hef sýnt heima og erlendis, fyrir eigi alllöngu einskonar yfirlitssýningu á Þjóðminjasafni.“