Guðjón Ketilsson

Guðjón (f. 1956) býr og starfar í Reykjavík. Á yfir fjörutíu ára starfsferli hefur Guðjón haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga á alþjóðlegum vettvangi, Ástralíu, Kína, Norðurlöndunum, Spáni og í Bandaríkjunum. Guðjón er handhafi íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2020. Nú stendur yfir yfirlitssýning um listferil Guðjóns á Kjarvalstöðum. Guðjón er sjötti listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi.