Geirþrúður F. Hjörvar

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar er myndlistarmaður sem skapar verk sem mætti telja til  lýrískrar (eða kannski súrrealískrar) konsept listar, með áherslu á formfræðilega eiginleika sem byggja á efnahagslegum forsendum. Hún bjó í Amsterdam í um áratug eftir að hafa lokið námi frá Rijksakademie van Beeldende Kunsten (NL). Hún býr og starfar í Reykjavík og hefur sýnt á bæði opinberum vettvöngum hérlendis og erlendis t.d. hjá Listasafni Reykjavíkur (IS), Museum La Tertulia (CO), W139 (NL), Overgaden (DK), Kunsterverein Amsterdam (NL), Nýlistasafninu (IS), Kustverein Ingolstadt (DE), After the Butcher (DE), Kling & Band (IS), Kunsterverein Milano (IT) og nú síðast sýndi hún útilistaverkið „Minnismerki um gengisfellingar á níunda áratugnum“ á Arnarhóli á útilistasýningunni „Hjólinu“ (IS) á vegum Myndhöggvarafélags Reykjavíkur.