Finnbogi Pétursson

Finnbogi Pétursson er íslenskur samtímalistamaður sem notar rafhljóð til að skapa listaverk, s.s. innsetningar og skúlptúra. Finnbogi lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1979 til 1983 og stundaði framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi frá 1983 til 1985. Finnbogi hélt sína fyrstu einkasýningu í Time Based Arts í Amsterdam árið 1985 og hefur síðan haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim.