Eva Ísleifs

Eva Ísleifs er fædd í Reykjavík 1982. Hún hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og árið 2010 hlaut hún MFA gráðu í Skúlptúr frá Listaháskólanum í Edinborg í Skotlandi. Eva býr og starfar í Reykjavík og Aþenu á Grikklandi en hún er ein af stofnendum og stjórnendum A – DASH (www.a-dash.space) sem er sýningarými og vinnustofur listamanna í Aþenu í Grikklandi en hún rekur það ásamt Z. Hatzyiannaki og Noemi Niederhauser.

Eva er með fleiri verk til sölu sem hún vann í samstarfi við Rakeli McMahon, smelltu hér til að skoða.