Emma Heiðarsdóttir

Emma Heiðarsdóttir (f. 1990) notar innsæi sem tól til þess að kanna umhverfi sitt og hugsar gjarnan um verk sín sem inngrip inn í þau rými þar sem þau eiga sér stað. Verk hennar eiga það til að snúa upp á viðtekna sýn okkar á umhverfið og stöðu okkar innan þess. Emma nam myndlist við Listaháskóla Íslands 2010-13 og stundaði framhaldsnám við listaakademíuna í Antwerp, þaðan sem hún útskrifaðist 2018. Árið 2020 hlaut hún tilnefningu til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna. Verk Emmu hafa verið sýnd í mörgum af helstu söfnum og sýningarstöðum landsins og víða erlendis.