Elísabet Davíðsdóttir

Elísabet Davíðsdóttir (f. 1976) býr og starfar í New York, þar sem hún hefur skapað sér feril sem tísku- og portrettljósmyndari. Verk Elísabetar hafa birst í tímaritum á borð við Vogue, L’uomo Vogue, Another Magazine, ArtForum og T Magazine. Fyrsta einkasýning hennar fór fram í Mengi í Reykjavík árið 2016.