Elísabet Anna Kristjánsdóttir

Elísabet Anna Kristjánsdóttir (f. 1988) býr og starfar í Malmö, Svíþjóð. Í myndlist sinni notar hún eigin bakgrunn í ljósmyndun og mannfræði til að skoða brotakenndar minningar og frásagnir, undir áhrifum ljóðræns hversdagsleikans. Gegnumgangandi þemu í verkum Elísabetar eru jafnan horfin augnablik og þörfin til að safna og skrásetja, í veikri von til að muna. Elísabet vinnur verk sín ýmist í ljósmyndir, texta, vídeó eða innsetningar. Vorið 2021 útskrifaðist hún með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Malmö og hefur nýlega sýnt á samsýningu í Galleri Arnstedt, Östra Karup og haldið einkasýningu í Celsius Projects, Malmö.