Baldur Kristjánsson

Baldur Kristjánsson (f. 1983) byrjaði að fikta við ljósmyndun aðeins tólf ára gamall og tíu árum síðar, árið 2005, var ljósmyndun orðin atvinna hans og hefur verið síðan. Myndir Baldurs hafa birst í stórum erlendum tímaritum í gegnum tíðina, svo sem New York Times og Der Spiegel en einnig hefur hann fengist við auglýsingaljósmyndun fyrir flest af stærstu fyrirtækjum landsins.