Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir

Áslaug (f. 1981) lauk B.A. námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og MFA frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Áslaug bjó um tíma í Bandaríkjunum en býr nú og starfar í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í samsýningum í söfnum, galleríum og öðrum sýningarrýmum í Evrópu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Áslaug hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2015 í Hverfisgallerí en nýlegar sýningar hafa verið sýningin STEIN SKRIFT í Norr11, Stellingar I Línulegar frásagnir í Berg Contemporary og einkasýningin Umskráning á Reykjavik Roasters í Ásmundarsal og er hluti sýningarraðarinnar Í kring.