Árni Jónsson

Árni Jónsson (f. 1989) útskrifaðist frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands 2016 og stundar nú mastersnám við Konunglegu Akademíuna í Antwerpen. Oftar en ekki nýtir Árni reynslu sína úr leikmyndagerð og sviðsetur atburði og tilfinningar á einfaldan, kíminn og hnitmiðaðan hátt þar sem hann vinnur í ýmsa miðla, en þó aðallega við gerð video-verka og innsetninga.
Árni hefur sýnt víða á Íslandi m.a. í Harbinger verkefnarými í Reykjavík, Ásmundarsal, Kling og Bang í Marshallhúsinu, Listasafninu á Akureyri, Verksmiðjunni á Hjalteyri og víðar. Einnig í Amsterdam, Berlín og London