Arnfinnur Amazeen

Arnfinnur Amazeen (f. 1977), stundaði nám við Listaháskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá Glasgow School of Art. Hann hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn síðan árið 2006. Arnfinnur hefur tekið þátt í fjölda sýninga  m.a. Still in the game, Fabrikken for kunst og design, Kaupmannahöfn (2022), Diskótek, Hafnarborg (2021), Stagnant water, Rooftop International, Kaupmannahöfn (2020), Normið er ný framúrstefna, Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs (2017), Undirsjálfin vilja vel, Listasafn Reykjavíkur (2016), Kollektiv, Grafikernes hus, Kaupmannahöfn (2013), EXKURS – Isländische Kunst in außergewöhnlichen Zeiten, Norrænu sendiráðin í Berlín, og Darkness carried in (again), Kling and Bang Gallery, Reykjavík (bæði 2010).