Arnar Ásgeirsson

Arnar Ásgeirsson (f. 1982) lauk BA prófi í listum frá Gerrit Rietveld Academy og útskrifaðist með MA gráðu frá Sandberg Institute, Amsterdam. Hann hefur sett upp verk sín hérlendis sem og erlendis. Arnar gerir myndbönd, teikningar, gjörninga, innsetningar og skúlptúra. Hann dregur fram hversdagslegar og misþekktar menningartilvísanir, endurgerir og gefur þeim nýja merkingu. Með kunnuglegu myndmáli veltir hann upp hugleiðingum um að frumskapa og endurgera.