Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Anna Júlía lærði myndlist við Manchester Metropolitan University, Guildhall University í London og Myndlistar- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjöldamörgum alþjóðlegum samsýningum og árið 2017 voru verk hennar sýnd á einkasýningu í Hafnarborg en fyrir þá sýningu var hún tilnefnd til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2018.