Andreas Brunner

Andreas Brunner (f. 1988) er myndlistarmaður fæddur í Sviss, sem býr nú í Reykjavík. Hann er með BA-gráðu frá Lucerne University of Applied Science and Arts og útskrifaðist úr meistaranámi í myndlist við Listaháskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Andreas þróað vinnu sína á þann hátt að hún er ekki sérstaklega bundin við ákveðinn miðil heldur stöðuga endurskoðun hugtaka sem geta komið fram í ýmsum myndum. Þessi hugtök vísa oft til menningarþróunar og merkingarsköpunar, svo og tímaskyn og efnisleika. Verk hans hafa verið sýnd á á Íslandi og í Evrópu, í Kunsthal Charlottenborg, Listasafni Reykjavíkur, Kunstmuseum Luzern, Nýlistasafninu, Kling og Bang Gallery og 3_137 í Aþenu.

 

Andreas Brunner (b. 1988) is a visual artist born in Switzerland, currently based in Reykjavík. He holds a Bachelor of Fine Arts from Lucerne University of Applied Science and Arts and graduated from the Master’s program in fine arts at the Iceland University of the Arts. Over the past years, Andreas has developed a practice that is not particularly bound to a specific medium but is rather a constant revising of concepts that can manifest in various forms. These concepts often refer to cultural development and creation of meaning as well as perceptual concepts of time and materiality. His works have been exhibited in various places in Iceland and Europe such as Kunsthal Charlottenborg, the Reykjavik Art Museum, Kunstmuseum Luzern, The Living Art Museum, Kling&Bang Gallery and 3_137 in Athens.