Elísabet Anna Kristjánsdóttir

Elísabet Anna Kristjánsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1988 og býr og starfar í Malmö, Svíþjóð. Í myndlist sinni vinnur hún verk sín ýmist í ljósmyndir, vídeó eða innsetningar. Verk Elísabetar eru
jafnan brotakennd, þar sem hún hefur tekið eitthvað í sundur og sett svo aftur saman, og samanstanda oft af ljósmyndum sem hún hefur tekið úr upprunalegu samhengi sínu og sett í nýtt. Verk hennar einblína ekki endilega á eitthvað ákveðið viðfangsefni heldur vill hún oft frekar vekja athygli á að það að horfa og sjá og reyna að skilja er í sjálfu sér flókið og margslungið ferli.