
Ása K Jónsdóttir
Ása K Jónsdóttir (f. 1990) vinnur með málverk, teikningu og innsetningarverk. Hún lauk MA námi í Contemporary Art Practice frá Royal College of Art árið 2022 og þar á undan BA námi í Surface Textiles frá London College of Fashion. Innan vinnu hennar er almennt áhugi á mannlegri hegðun og sálfræði. Nýleg verk hafa þróast í gegnum könnun á skynjun, tíma og tengslum. Þar sem notast er við daglegt líf og lífsreynslu sem heimildir. Í verkunum rekast náttúran og mannleg hegðun á og spegla hvort annað, sem leiðir af sér áþreifanlegar teikningar, málverk og innsetningarverk. Verk Ásu K Jónsdóttur hafa verið sýnd bæði í Bretlandi og á Íslandi.
