Ragnheiður Gestsdóttir

Ragnheiður Gestsdóttir vinnur með ólíka miðla; skúlptúr, innsetningar, ljósmyndir og kvikmyndir. Í verkum sínum vísar hún í tilbúnar narratívur, lagskiptingu og vald, þekkingarsköpun og sviðsetningu menningar og sjálfsmyndar. Ragnheiður lauk MFA námi í myndlist frá Bard College 2012 og MA námi í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College 2001. Verk Ragnheiðar hafa verið sýnd víða, m.a. í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni, Gerðarsafni, Nýlistasafninu, Göteborgs Konsthall og Cecilia Hillström Gallery í Svíþjóð, og Southern Center for Contemporary Art, Soloway Gallery and Franklin Street Works í Bandaríkjunum. Verk hennar má finna í safneignum helstu safna á Íslandi.