Rán Flygenring

Rán Flygenring fæddist í Noregi árið 1987. Hún býr nú og starfar í Reykjavík sem mynd- og rithöfundur, listamaður og umhverfissinni. Rán lærði hönnun og heimspeki við Listaháskóla Íslands og HÍ og hefur sinnt margvíslegum verkefnum á ferlinum, allt frá gjörningum til veggverka, bókaskrifa, fyrirlestra, vinnustofa, snarteikninga á ráðstefnum og gerð pólitískra myndskýrslna. Flest eiga verkefnin það sammerkt að snúa að náttúru og umhverfi. Rán hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferlinum og hafa verk hennar ferðast um allan heim.