Claudia Hausfeld
Claudia Hausfeld, (f. 1980) í Austur-Berlín, lærði ljósmyndun við Listaháskólann í Zürich og myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún vinnur fyrst og fremst með ljósmyndun og tengsl ljósmyndarinnar við raunveruleikann. Í starfi sínu einbeitir hún sér að analógískum þáttum miðilsins og vinnur tilraunir með efni og stærðarskala, sem leiða af sér ljósmyndaverk sem snerta á arkitektúr, líkamleika í rými, hegðun ljóss og fylgni hlutar og eftirmyndar hans. Innsetningar hennar fela oft í sér notkun á fundnum efnum og geta verið í formi myndskúlptúra. Claudia hefur verið stjórnarmaður í nokkrum listamannareknum verkefnum og hefur sýnt víða á Íslandi, í Danmörku og í Sviss. Hún býr og starfar í Reykjavík.
Claudia Hausfeld, (b. 1980) in East Berlin, studied photography at the Zürich University of the Arts and visual art at the Iceland University of the Arts. She primarily works with photography and its relationship to reality. In her practice, she focuses on analogue aspects of the medium and on experimentation with material and scale, resulting in photographic works that deal with architecture, bodies in space, behaviour of light and the correlation between the object and its image. Her installations often involve the use of found materials and can take the form of image-sculptures. Claudia has been a board member of several artist-run initiatives and has exhibited widely in Iceland, Denmark and Switzerland. She lives and works in Reykjavík.