Valgerður Sigurðardóttir

Valgerður Sigurðardóttir (f.1992) býr og starfar í Antwerpen, Belgíu. Hún útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2015 og síðan með MA-gráðu frá skúlptúrdeild KASK í Gent árið 2018. Hún hefur sýnt víða í Evrópu og á Íslandi ásamt því að reka sýningarrými. Valgerður hefur hlotið styrki úr styrktarsjóði Guðmundu Andrésdóttur (2016) og Wilhelm Beckmann sjóðnum (2022). Teikningin er veigamikil í verkum Valgerðar og oft vinnur hún teikningar í óhefðbundna miðla eins og steypu og keramik. Myndefnið er unnið upp úr draumum og tilfinningum ásamt absúrdleikanum sem finnst í hversdeginum.

 

Valgerður Sigurðardóttir (b.1992) lives and works in Antwerp, Belgium. She graduated with a BA from the Fine Arts Department of the Iceland Academy of the Arts in 2015 and later with an MA from the Sculpture Department of KASK in Ghent in 2018. She has exhibited widely in Europe and Iceland as well as run an exhibition space. Valgerður has received grants from the Guðmunda Andrésdóttir Grant Fund (2016) and the Wilhelm Beckmann Fund (2022). Drawing is important in Valgerður’s work, and she often creates drawings in non-traditional media such as concrete and ceramics. The images are inspired by dreams and emotions along with the absurdity of everyday life.